|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Í þessum þætti les Kristín Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, úr bréfi Bóthildar Björnsdóttur til Kristrúnar Eyjólfsdóttur húsfreyju í Mosfellssveit. Bóthildur var systir Þórunnar Ástríðar Björnsdóttur ljósmóður sem minnst er á í bréfinu en barnið er Gunnar Steindórsson, sonur Steindórs Björnssonar og Guðrúnar Guðnadóttur sem bjuggu á Grettisgötu 10 eins og Bóthildur. Bóthildur er afasystir barnsins og viðtakandinn Kristrún er amma þess, móðir Steindórs.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |