|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Í þessum þætti les Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona og skáld úr bréfi Steinunnar Hjartardóttur til Halldóru Bjarnadóttur. Steinunn var stofnfélagi og fyrsti formaður Bandalags kvenna, stofnfélagi í Slysavarnardeild Reykjavíkur og virkur félagi í Lestrarfélagi kvenna en úr því félagi átti hugmyndin um byggingu Hallveigarstaða uppruna sinn. Hún skrifaði margar greinar um margvísleg efni og flutti 85 ára gömul útvarpserindi um Steinvöru frá Keldum.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |