|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Þórður Ingi Guðjónsson er íslenskufræðingur og starfar sem ritstjóri Íslenzkra fornrita. Í þessum þætti les hann úr Reykjavíkur- annál, föstum lið í tímaritinu Ísafold, sem Björn Jónsson stofnaði árið 1874 og ritstýrði lengst af, eða til 1909, þegar hann gerðist ráðherra Íslands en þá tók sonur hans, Ólafur Björnsson við.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |