|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Anna Eyvör Ragnarsdóttir starfaði lengst af sem enskukennari í efstu bekkjum grunnskóla en er nú komin á eftirlaun. Hún starfar einnig við kennslu hjá Mími símenntun og stundar sjálfsnám í spænsku við Háskóla Íslands. Í þessum þætti leshún nokkrar auglýsingar sem birtist í Vísi 13. febrúar 1918. Auglýsingar um skemmtanir voru áberandi í blöðunum á þessum tíma, enda voru bæjarbúar duglegir að sækja skemmtanir af ýmsu tagi. Því til stuðnings má nefna að í Vísi 6. mars 1916 er talað um að á að giska 4000 manns hafi sótt fyrirlestra og skemmtanir einn og sama daginn, sunnudaginn 5. mars. Það er um þriðjungur bæjarbúa á þeim tíma.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.... |