|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Rökkvi Sigurður Ólafsson er 16 ára, hann er mikill áhugamaður um sirkuslistir og æfir með Æskusirkusnum og Sirkus Íslands. Í þessum þætti les hann úr bréfi Halldórs Laxness, sem hét reyndar Halldór Guðjónsson í nóvember 1918, þegar hann skrifaði bréfið til foreldra sinna Sigríðar Halldórsdóttur og Guðjóns Helga Helgasonar sem búsett voru í Laxnesi í Mosfellsdal. Þá var Halldór 16 ára og hafði þá um vorið lokið gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |