|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Úlfur Ragnarsson er fyrrverandi olíubílstjóri, bifvélavirki og tæknimaður sem hefur einnig fengist við bókmenntaþýðingar. Hann er 78 ára gamall, alinn upp á Kjalarnesi en hefur búið í Reykjavík frá 17 ára aldri. Í þessum þætti les hann úr bréfi Ólafs Runólfssonar, verslunarmanns og bókhaldara í Reykjavík til Magnúsar Bjarnasonar, prófasts og prests á Prestsbakka.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |