|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Þórunn Guðjónsdóttir syngur með Hinsegin kórnum og hefur gaman að tónlist, söng, leikhúsi, kvikmyndum, sjónvarpi, dýrum, dansi, mat og ferðalögum. Í þessum þætti les hún úr fundagerðarbók Landspítalasjóðs. Landspítalasjóður var stofnaður árið 1915 af nokkrum kvenfélögum í Reykjavík í tilefni af nýfengnum kosningarétti kvenna en Landspítalinn var tekinn í notkun í desember 1930. Formaður sjóðsins var Ingibjörg H. Bjarnason, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík og síðar fyrsta konan til að vera kjörin á alþingi.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |