|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Í þessum þætti les Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og markaðsstjóri Íslensku óperunnar auglýsingu sem birtist í dagblaðinu Fréttum í ágúst 1918. Kristín Jónsdóttir Dahlstedt rak kaffi- og matsöluhúsið Fjallkonuna sem auglýsti starfsemi sína hér en hún hafði lært og starfað við hótel- og veitingarekstur í Danmörku og átti á sinni starfsævi ýmis veitingahús víðsvegar um Reykjavík.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |