|
Description:
|
|
Dagur íslenskrar náttúru er í dag og við hófum því daginn á spjalli við Björtu Ólafsdóttur, auðlinda- og umhverfisráðherra. Hún brennur fyrir málefninu og vonar að fyrr en seinna muni þjóðgarður á miðhálendinu verða að raunveruleika.
Við veltum fyrir okkur ýmsu, eins og myglu í matvælum og heyrðum í skemmtilegum hlustendum sem spreyttu sig bæði í Heimaleik Rásar 2 og getraun þáttarins.
Hljómsveitin Eva leit einnig við hjá okkur og boðaði fagnaðarerindið sem felst í frelsinu í því að leggja sig á daginn. Þær boða meiri slökun og minna stress í Glæðingarmessu í Langholtskirkju á morgun en vonast til að komast hringinn í kringum landið með boðskapinn.
Og í ljósi aðstæðna rufum við hefðbundna útsendingu og sendum beint frá Bessastöðum eftir að fundi Bjarna Benediktssonar með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, lauk. |