Search

Home > Laugardagsmorgnar > Sigþrúður í kvennaathvarfinu, Oddur og Siggi og Flugvélaást
Podcast: Laugardagsmorgnar
Episode:

Sigþrúður í kvennaathvarfinu, Oddur og Siggi og Flugvélaást

Category: Arts
Duration: 03:10:00
Publish Date: 2017-09-30 04:03:00
Description: Lag dagsins var Flugvélar og eins og með öll önnur lög, saga á bak við lagið. Felix Bergsson sló á þráðinn til Jóns Ólafssonar sem sagði söguna af flugvélalaginu góða. Oddur og Siggi er sýning um vináttu, sýning sem verður sýnd um allt land, börnum að kostnaðarlausu. Já, það verður frítt á þessa sýningu sem er ætluð börnum á aldrinum 10-12 ára. Við fengum þá Björn Inga Hilmarsson og Odd Júlíusson til að segja okkur frá þessu verkefni, tilkomu þess og plönum. Um síðustu helgi var heilmiklum fjármunum safnað fyrir Kvennaathvarfið en það voru ekki minni verðmæti fólgin í þeirri fræðslu sem landinn fékk um þennan ljóta blett á samfélaginu sem heimilisofbeldi er. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra athvarfsins, kíkti við hjá okkur og sagði okkur frá liðinni viku, frá hvernig hún lenti á þessum stað og hvernig hún sér framtíðina. Getraunin var svo á sínum stað sem og haustleikur Rásar 2, Heima er best. ...
Total Play: 0