|
Description:
|
|
Það vinna fimm þúsund manns á Landspítlanum. Álagið er gífurlegt á starfsfólki og launin alltof lág - sérstaklega í kvennastéttunum. Af hverju velur hjúkrunarfræðingur að gerast flugfreyja eftir fimm ára háskólanám? Viðmælendur í þættinum: Anna Sigrún Baldursdóttir, Tómas Guðbjartsson, Árni Már Haraldsson, Olga Bjarnadóttir, Erla Dögg Ragnarsdóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir. Tónlist úr smiðju Hjálma, Spilverks þjóðanna og Dolly Parton. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir |