|
Description:
|
|
Sérfræðingurinn og Stymmi Klippari fóru yfir lokaupphitun fyrir Evrópumótið í Rapyd stúdíóinu en mótið hjá Íslandi hefst á morgun þegar þeir mæta Ítölum í fyrsta leik.
Síminn var á lofti hjá strákunum og var slegið á þráðinn til Gaupa, Tedda, Hödda Magg og Mike.
Við eigum engar afsakanir eftir, leiðin hefur aldrei verið greiðari og hópurinn búinn að ganga í gegnum mikið saman undanfarin ár.
Handkastið heldur til Svíþjóð á morgun og verður með þátt strax annað kvöld eftir leikinn.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins. |