Search

Home > GARG > GARGIÐ - Rokkballöðufórnarlömb, grænt hlaup, Júdas og ávextir
Podcast: GARG
Episode:

GARGIÐ - Rokkballöðufórnarlömb, grænt hlaup, Júdas og ávextir

Category: Arts
Duration: 01:03:45
Publish Date: 2018-09-18 19:00:00
Description: GARGIÐ - þriðji þáttur! Ný músík frá Uriah Heep, Stebba Jak og prestinum Júdas sem mun þjóna fyrir altari í Laugardalshöllinni í janúar næstkomandi. Dimman okkar allra hitar upp fyrir prestinn og auðvitað við heyrum hressandi tóndæmi af lokaplötu þríleiks þeirra, sem er eitt af þrekvirkjum íslenska þungarokksins. Meistarar dauðans rokka upp lag eftir Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, og vinir okkar í Mr. Big rifja upp gullárið 1992 þegar þeir höfðu heiminn í höndum sér. Sveitin varð þó fórnarlamb ein-smellungs-grýlunnar eftir að hafa hugsað sér gott til glóðarinnar og gefið út sykursæta rokkballöðu til að selja fleiri plötur. Í gullkistunni gref ég eftir lagi sem varð nánast eingöngu vinsælt út af brjáluðu leirmyndbandi. Söguþráðurinn innihélt grísina þrjá, úlfinn vonda og auðvitað hinn eina sanna Rambó. Aerosmith leikur sér með dótahljóðfæri, við ferðumst aftur til ársins 2005 og heyrum í Sign. Síðast en alls ekki síst fræðumst við um tilurð Vorkvölds í Reykjavík sem rokkararnir Raggi Bjarna og Gildran gerðu ódauðlegt, hvor á sinn hátt. Þetta er GARGIÐ!

Support the show

Total Play: 0