|
Description:
|
|
GARGIÐ - fimmti þáttur! Machine Head er í tómu tjóni þessa dagana en við gefumst ekki upp á Flynn og félögum alveg strax, Volcanova býður okkur í bíltúr og við störum reiðilega á dónalega drengi í jakkafötum. Við heyrum hvernig pirraður trommuleikari hamraði kúabjöllu inn í rokksöguna, fáum kaffisopa hjá Korn og kennslustund frá Ice T.
Benny Crespo's Gang er komin á kreik og við fögnum því!
Pearl Jam og Soundgarden flytja lög úr bíómynd eftir manninn sem túraði með rokksveitum og skrifaði um það í Rolling Stone tímaritið aðeins 16 ára gamall. Lemmy frændi kíkir í heimsókn og Vínyll slær botninn í gleðina.
Þetta er GARGIÐ! Support the show |