|
Description:
|
|
GARGIÐ - sjöundi þáttur! Eldheitt lag frá Rock Paper Sisters beint úr ofninum, virðingarvottur við Chris Cornell, indí pönk frá Ástralíu og lagið sem kom The Offspring á kortið. The Mars Volta kíkir í heimsókn og í gullkistunni finnum við lag með Finger Eleven úr þriðju mynd Scream-seríunnar. Led Zeppelin bókin og sundlaugarstríð Jimmy Page, Vicky snýr aftur af krafti og trommarinn í Green Day segist vera í íslensku death metal bandi. System of a Down íhugar að leita til sálfræðings, Gene Simmons hatar að syngja eins og amma sín, Tool flytur lagið sem engin getur borið fram og Soma býður okkur í Strætó. Þetta er GARGIÐ!
Support the show |