|
Description:
|
|
Það var nóg að ræða í Pepsi Max stúdíóinu í dag.
Stuttu eftir að síðasti þáttur var tekinn upp, þá ákvað Manchester United að reka Rúben Amorim. Hvað gerist næst?
Guðmundur Aðalsteinn fékk þá Magnús Hauk Harðarson og útvarpsgoðsögnina Sigga Hlö í heimsókn til að fara yfir málin. Siggi er grjótharður stuðningsmaður United.
Þá var rætt um leikina í FA-bikarnum sem fóru fram um helgina og síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ein óvæntustu úrslit í sögu FA-bikarsins áttu sér stað núna síðasta laugardag. |