|
Description:
|
|
Í mannkynssögunni eru rómversku hersveitirnar andlitslaus, grimmur, tilfinningalaus massi sem brýtur allt undir sér. En þetta voru líka manneskjur. Sagt er frá uppreisn sem þeir gerðu gegn ógnarstjórn yfirmanna sinna árið 14 eftir Krist. Gamlir, lúnir, limlestir, þrautpíndir, húðstrýktir gerðu alþýðumennirnir sjaldgæfa uppreisn í herbúðum sínum í Pannoníu þar sem nú heitir Ungverjaland. Handan Adríahafsins beið hinn viðurstyggilegi grimmdarseggur Tíberíus keisari. Þetta er mögnuð og átakanleg saga. Umsjón: Illugi Jökulsson. |