Search

Home > Segðu mér > Andri Björn Róbertsson söngvari
Podcast: Segðu mér
Episode:

Andri Björn Róbertsson söngvari

Category: Arts
Duration: 00:00:00
Publish Date: 2021-10-11 09:05:00
Description: Það er alltaf hægt að bæta sig í hverju sem er, segir Andri Björn Róbertsson söngvari. Hann hefur náð langt í tónlistinni á skömmum tíma en játar að vera í eðli sínu hlédrægur .Andri Björn er bass-barítón og var valinn bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaunum 2013. ?Það er alltaf hægt að bæta sig í hverju sem er og halda áfram, bæta og breyta,? segir hann í samtali við Sigurlaugu M. Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1. ?Á þeim tíma var þetta mjög ánægjulegt. Ég var úti þá og í öðrum verkefnum og með mín eigin markmið, þannig að þetta var góð hvatning.? Hann byrjaði snemma að syngja í kór og byrjaði í söngtímum þegar hann var 9 ára. Fram á táningsár stefndi hann þó í allt aðra átt en að starfsframa í söng. ?Mig langaði mest að verða fótboltamaður en þegar ég var 16 eða 17 áttaði ég mig á því að ég var ágætur í söngnum og þá jókst áhuginn. Þá ósjálfrátt fór ég að setja mér markmið.? Í október kemur út fyrsta hljómplata Andra Björns, þar sem hann flytur ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara lög og tónverk eftir Robert Schumann og Árna Thorsteinsson. Á tónleikunum í kvöld flytja þau tónlist af plötunni.
Total Play: 0